HÓTEL HÁLÖND

Við rætur Hlíðarfjalls

Hótel Hálönd

Um Hótelið

Hótel Hálönd er við rætur Hlíðarfjalls með frábæru útsýni yfir Akureyri og víðsýnt til allra átta. Á hótelinu eru 54 tveggja manna herbergi sem öll eru 26m2.
Hótel Hálönd er sjálfsafgreiðsluhótel og fá gestir aðgangskóða sendan fyrir innritun.
Hótelið er reyklaust með öllu og gæludýr eru ekki leyfð, hvorki innahúss né við hótelið.

Sjálfsinnritun

Auðvelt innritunarferli og engar biðraðir

Frábær staðsetning

Rétt ofan Akureyrar og aðeins 7mín akstur í miðbæinn

Rúmgóð herbergi

Þægileg herbergi með góðu aðgengi

Þægindi

Gestir hótelsins hafa aðgang að heitum potti við hótelið

Herbergin

Herbergin eru fallega innréttuð og hefur hvert herbergi sér baðherbergi með ‚walk-in‘ sturtu, queen size rúmi eða 2x80cm rúmum, sófa sem hægt er að breyta í rúm fyrir 1 fullorðinn eða 1-2 börn, ísskáp, matarborð og stóla fyrir 4, sjónvarp, kaffivél, verönd, öryggishólf og frítt WiFi. Rúmfatnaður og handklæði eru innifalin. Á neðri hæð hótelsins er skíða- og hjólageymsla þar sem finna má læsta þurrkskápa sem tilheyra hverju herbergi en þar er hægt að geyma og þurrka útifatnað og annan viðbúnað. Í skíða- og hjólageymslunni er aðstaða til að geyma skíðabúnað, hjólabúnað og annan viðbúnað sem gestir eru með í för. Á sama stað má einnig finna þvottaaðstöðu sem gestir hótelsins geta nýtt sér gegn gjaldi.

Fallegt hótel við rætur Hlíðarfjalls

Í Hlíðarfjalli er sannkölluð skíðaparadís en þar eru frábærar aðstæður til skíða- og snjóbrettaiðkunnar. Alls eru 24 merktar skíðabrekkur í Hlíðarfjalli sem eru allar færar við kjöraðstæður.
Á sumrin er góð aðstaða til útivistar bæði fyrir hjólareiða- og göngufólk í Hlíðarfjalli og má þar finna fjöldan allan af merktum hjólabrautum og gönguleiðum um svæðið.

Nærðu líkama og sál

Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á norðurlandi en hér í kring er að finna fjöldan allan af afþreyingu. Hótel Hálönd er í rólegu og öruggu umhverfi, fjarri ljósmengun svo hægt er að njóta þess að horfa á stjörnubjartan himininn eða norðurljósin dansa. Eftir annasaman útivistardag er tilvalið að slaka á og næra líkama og sál í heitu pottunum.
Aðeins 5km eru í miðbæ Akureyrar en þar má finna fjöldan allan af veitingastöðum, fjölmörg söfn og fleira sem gaman er að skoða.

Viltu vita meira?

Ekki hika við að
hafa samband við okkur.